Timbureiningarhús 130 fm. til niðurtöku og flutnings. 2 stk. Grindavík
Vegna náttúruhamfara sem áttu sér stað í Grindavík þá er þetta vel byggða eistneska Seve timbureiningarhús til sölu, niðurtöku og flutnings.
Er á byggingastigi 5 - búið að leggja rafmagn í húsið en ekki koma fyrir tenglum.
Hiti er í gólfum og fylgir því hitagrind með.Hér má sjá auglýsingu frá því húsið var sett á sölu en þegar inn er komið er hægt að ganga inn í bílskúr inn af forstofunni. Húsið er vel skipulagt með þrjú svefnherbergi, stofu og eldhús. Áþekk klæðning fæst í Húsasmiðjunni.
Allar teikningar fylgja húsinu.
- Pappaþak
- Hitagrind
- Rafmagnstöflur
- Sements trefjaplötur í veggjum
- PVC gluggar
- Stál útidyrahurðir
Verð á byggingarefninu er 4 milljónir án vsk. eða 4.9 m. m. vsk. Hvort hús.
Nývirði á byggingarefninu er rúmar 15 milljónir án vsk. eða tæpar 19 milljónir m. vsk
Er það fyrir utan íslenskar teikningar og verkfræðiteikningar (burðarþol/rafmagns/hiti) sem fylgja með.
Kaupanda að fjarlægja allt af sökkli og skal vinnu þannig háttað að ekki skapist hætta af foki. Nánar upplýsingar í síma: 8981000.
Fylgdu okkur á Facebook
Endurnýtum & spörum