Smáhýsi - 52,8 fm - til flutnings
Vegna skipulagsbreytinga er til sölu og flutnings þessi skólabygging.
Byggt árið 1973 af Viðlagasjóði.
Lengd 10.4 m. Breidd 5 metrar.Ytra mál um 52 fm.
Hér má sjá myndband.Klætt að utan með vatnsheldum brúnum krossvið og dúk á þaki sem klætt með bárujárni sem þarfnast endurnýjunnar.
Klædd innan með spónaplötum.
Grindarefni er talið vera í lagi sem og þaksperrur en áhugasamir hvattir til að skoða vandalega. Skoðað var undir gólf á útistofu. Gólfefni og bitar virðast í ágætu lagi, sbr. myndir. Járnbiti við útkantinn er hinsvegar ónýtur af ryði.Húsið er útbúið raflögnum, inni og úti lýsingu, heitavatnsofnum og salerni og fatahengi. Gólfdúkur á gólfum og tvöfalt gler í gluggum en þeir þarfnast endurnýjunnar.
Hreyfi og reykskynjurum og exitljósi.
Spennandi verkefni þar sem breyta má ásýnd með nýrri klæðningu og stórum gluggum.
Verð 400.000 kr. án vsk.Verð 496.000 kr. m. vsk.
Tveir reynslumiklir aðilar eru reiðubúnir að gera tilboð í að flytja smáhýsið hvert á land sem er.
Nánari upplýsingar Hugi síma 8981000
efnisveitan@efnisveitan.isFylgdu okkur á www.facebook.com/efnisveitan
Endurnýtum & spörum