Selt - málverk: Staðið á bryggjunni við Arnarstapa.
Staðið á bryggjunni við Arnarstapa.
Trillur bundnar við bryggju vagga undan hvassri norðan áttinni. Kaldur vindurinn, sem stendur beint af jöklinum, skríður niður með fjallshlíðinni og skellur með hviðum á höfnina, vatnið gárar og allt að þvi skiptir litum í kvöldroðanum. Óbærilegur kuldinn bítur í andlit.
Áhorfandinn er agndofa yfir fegurðinni, veitir kuldanum enga athygli, finnst hann partur af einhverju stórkostlegu, stærra en hann gæti nokkurn tímann orðið. Þetta er landið mitt… nei þetta land á mig. Hughrifinn af jöklinum gera augnablikið að eilífð.
Heimir Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 13.desember 1963, þar sem hann bjó fram á fullorðinsár. Hann byrjaði að mála mjög ungur og fór á nokkur myndlistarnámskeið í Vestmannaeyjum á sínum yngri árum þar sem unnið var með kol og vatnsliti. Hann tók sér nokkuð langt hlé frá málaralistinni um tíma en sl. 5-7 ár hefur hann tekið upp þráðinn og mest málað með olíu en einnig akrýl.
Mikil hefð er fyrir myndlist í fjölskyldunni og er faðir Heimis, Jón Ólafur Kjartansson heitinn, helsti hvatamaðurinn að málarabakteríunni.
Íslenskt landslag er helsta viðfangsefnið og skemmtilegast er að mála stórar myndir af stórbrotnu landslagi í dramatískum stíl. Ég afrita ekki viðfangsefnið, ég bæti inn í það minnri upplifun og reyni að túlka þau áhrif sem náttúran hefur á mig
Olía á striga 110*90 sm.
Silfurrammi.
Vinnustundir 90.
Efniskostnaður/innrömmun 50.000 kr.